Fréttatilkynning:
Alls átta í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi
8.Júní'21 | 14:22Alls eru átta í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 19. júní. Kosið verður um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi alþingkosningar.
Kosið verður í lokuðu prófkjöri á 22 kjörstöðum vítt og breytt um kjördæmið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður 15. júní, 16. júní og 18. júní. Kjörstaði má finna á framsokn.is. Talning fer fram 20. júní.
Framsókn náði tveimur þingmönnum á þing í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknar, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra og Silju Dögg Gunnarsdóttur alþingismanni.
Í framboði eru:
- Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi - sækist eftir 1. sæti
- Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ - sækist eftir 2. sæti
- Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti
- Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppi– sækist eftir 2.- 4. sæti
- Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg – sækist eftir 3. sæti
- Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 3.- 4. sæti
- Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjum – sækist eftir 3.- 4. sæti
- Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Vík í Mýrdal – sækist eftir 3.- 5. sæti
Hér má sjá kyninngarbækling á öllum ofantöldum frambjóðendum.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.