Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í dag

- sjómenn og fjölskyldur, til hamingju með daginn

6.Júní'21 | 06:11
IMG_1167

Verðlaunaafhending verður á sínum stað í dagskránni á Stakkagerðistúni í dag. Ljósmynd/TMS

Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum hefur verið haldinn hátíðlegur frá 1940. Á því verður engin breyting í ár og hefst dagskráin líkt og vant er á Sjómannamessu í Landakirkju. 

Eyjar.net sendir sjómönnum, nær og fjær hátíðarkveðjur.

SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ

10.00 Fánar dregnir að húni.

13.00 Sjómannamessa í Landakirkju.
Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari.
Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra.
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög.
Blómsveigur lagður að minnisvarðanum.
Snorri Óskarsson stjórnar athöfninni.

15.00 Hátíðardagskrá á Stakkó
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar.
Heiðraðir aldnir sægarpar. Snorri Óskarsson stjórnar.
Karlakór Vestmannaeyja flytur nokkur lög undir stjórn Þórhalls Barðasonar
Ræðumaður sjómannadagsins er Eliza Reed forsetafrú.
Verðlaunaafhending fyrir kappróður, koddaslag, lokahlaup, sjómannaþraut, dorgveiðimót og sjómannamótið í golfi.
Leikfélagið, Fimleikafélagið Rán, hoppukastalar og popp.

Ath, Sjómannadagskaffi Eykyndils fellur niður þetta árið.

Ölstofa The Brothers Brewery opin frá kl. 12.00-23.00

Lundinn  opið frá kl 16:00-24:00

Frúin góða vínbar opið frá kl 14:00-23:00

SÝNINGAR OG SÖFN – OPNUN FRÁ FIMMTUDEGI TIL OG MEÐ SUNNUDEGI

Eldheimar: Opið kl. 11-18.
Einarsstofa: Opið kl. 10-17.
Hvítahúsið: Opið kl. 14-18.
Landlyst, Stafkirkjan: Opið kl. 10-17.
Sagnheimar, byggðasafn: Opið kl. 10-17.
Sagnheimar, Náttúrugripasafn: Opið kl. 10-17.
Sjóminjasafn Þórðar Rafns, Flötum 23: Opið kl. 13.00 til 16.00.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.