Framkvæmdir hafnar við nýjan veg í Friðarhöfn

- minnismerkið verður flutt á næstu dögum

4.Júní'21 | 10:20
20210531_155003

Ljósmyndir/TMS

Í botni Friðarhafnar er nú unnið að vegagerð, en vegurinn sem þar er við bryggjuna lokast og akvegurinn færist vestar. Vestur fyrir nýbygginguna sem stendur til að reisa á flötinni.

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að Steypudrangur ehf. annist jarðvinnuna sem ætlunin sé að ljúka í ágúst. „Það þarf þó aðeins að fylgja öðrum framkvæmdum í Botni.” segir hann.

Sjá einnig: Vegurinn í botni Friðarhafnar færist vestar

„Þá er eftir yfirborðsfrágangur og einhver lagnavinna sem aðrir aðilar koma að. Minnismerkið verður flutt á næstu dögum en undirbúningur undir það er í gangi.” segir Ólafur Þór.

Þessu tengt: Fjögur tilboð bárust í vegagerð í Botni

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...