96 milljóna viðauki samþykktur í Sambýlið

31.Maí'21 | 09:20
20210519_143528

Strandvegur 26. Ljósmynd/TMS

Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom á fund bæjarráðs Vestmannaeyja í liðinni viku og greindi frá viðauka við fjárhagsáætlun 2021, vegna innanhússframkvæmda í Sambýlinu, við Strandveg 26. 

Til stóð að kaupa innréttingar og húsbúnað í lok síðasta árs og því var ekki áætlað fyrir þeim kaupum í fjárhagsáætlun 2021. Þar sem framkvæmdir á húsnæðinu töfðust þó nokkuð tókst ekki að kaupa umræddan búnað á síðasta ári og því þarf að taka þau kaup inn nú í formi viðauka.

Sjá einnig: Áætla að kostnaður við íbúðir fatlaðra verði um 480 milljónir

Viðaukinn er að fjárhæð 96,1 m.kr. og verður fjármagnaður með handbæru fé, að því er fram kemur í fundgerð bæjarráðs. Bæjarráð þakkar framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs upplýsingarnar og samþykkir framlagðan viðauka.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.