Stórauka flugtíðni á markaðslegum forsendum

27.Maí'21 | 15:58
IMG_4852

Til stendur að fljúga tvær ferðir á dag, fjóra daga vikunnar. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðu flugsamgangna til og frá Vestmannaeyjum. 

Í fundargerðinni segir að flugsamgöngur séu mikilvægar fyrir Vestmannaeyjar. Nú hefur um nokkurt skeið verið haldið úti flugsamgöngum með sérstöku framlagi frá samgönguráðuneytinu vegna covid. Það framlag hefur gert Icelandair kleift að fljúga tvisvar sinnum í viku.

Nú ætlar Icelandair að stórauka flugtíðni á markaðslegum forsendum til og frá Vestmannaeyjum og mun ferðum fjölga á næstu dögum. Til stendur að fljúga tvær ferðir á dag, fjóra daga vikunnar, og auðveldar það bæjarbúum og fyrirtækjum til muna að sækja þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Félagið mun kynna Vestmannaeyjar sem ákjósanlegan kost fyrir ferðamenn í sumar.

Ennfremur er greint frá því í fundargerð bæjarráðs að frá og með 1. júní nk. muni Herjólfur sigla sjö ferðir milli lands og Eyja alla daga vikunnar.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð þakki upplýsingarnar og lýsir ánægju með fjölgun ferða til og frá Vestmannaeyjum og að Icelandair sjái tækifæri í Vestmannaeyjum. Vonandi heldur flugið áfram að vaxa og dafna.

Einnig lýsir bæjarráð ánægju með að frá og með 1. júní verði sigldar sjö ferðir á dag með Herjólfi.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.