Harpa komin upp undir Löngu
26.Maí'21 | 18:48Listaverkið Harpa, sem áður þjónaði sem innsiglingamerki í Skansfjöru, er nú komið upp á vatnsbryggju undir Löngu.
Á vormánuðum 2019 samþykkti framkvæmda- og hafnarráð og umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja að setja listaverkið upp á nýjum stað, undir Löngu, en þá hafði verkið verið í geymslu í nokkur ár. Það var svo síðdegis í dag að starfsmenn Vestmannaeyjahafnar og Þjónustumiðstöðvar Vestmannaeyjabæjar fóru með listaverkið um borð í Lóðsinum til uppsettingar.
Verkið verður lýst upp með ljósum að sögn Sveins Rúnars Valgeirssonar, skipstjóra á Lóðsinum og verður mögulegt að skipta um liti á verkinu. Meðfylgjandi eru myndir frá uppsetningunni í dag.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...