Ásmundur Friðriksson skrifar:
Á staðnum með fólkinu
24.Maí'21 | 22:19Nk. laugardag 29. maí verður prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Það er mikilvægt að sjálfstæðismenn og stuðningsmenn flokksins og frambjóðenda fjölmenni í prófkjörið og geri það eins glæsilegt og kostur er.
Hópur frambjóðenda sem endurspeglar fjölbreytileika kjördæmisins, ungir og reyndir, konur og karlar er í framboði. Fólk sem er tilbúið að leiða lista Sjálfstæðisflokksins til stórsigurs í næstu Alþingiskosningum 25. september nk.
Eins og í þingmannsstarfinu hef ég lagt mig fram um að tengjast frambjóðendum í prófkjörinu eins og ég hef tengst íbúum í Suðurkjördæmi þau 9 ár sem ég hef setið á þingi. Ég býð mig fram í 2. sætið á listanum. Ég mun áfram standa á mínu og vera óhræddur að segja mína skoðun. Það eru margir mér þakklátir fyrir að hafa verið eini þingmaðurinn sem var á móti þátttöku Íslands í viðskiptabanni á Rússland og hafði alvarlegar afleiðingar fyrir útflutning á lambakjöti og fiski til Rússlands. Fyrir að hafa greitt atkvæði á móti Orkupakka III, staðið vaktina í málefnum hælisleitenda og sagt eitt stórt NEI við Miðhálendisþjóðgarði og þora að segja það sem aðrir þora ekki.
Á Alþingi hef ég látið atvinnu og velferðarmál mig mestu varða. Mín pólitíska sýn birtist í grundvallargildum Sjálfstæðisflokksins, frelsi einstaklingsins og stétt með stétt. Með auknu frelsi er það líka mikilvægt hlutverk okkar að verja þá sem minna mega síns, fíkla og sjúka. Aðgengi fyrir alla að heilbrigðisþjónustu, fæðingarþjónustu og sjálfsákvörðunarrétt fjölskyldunnar hvar sem er á landinu til að hafa val um heilsugæsluþjónustu.
Öflugt atvinnulíf og fjölbreytt vel launuð störf eru forsenda fyrir góðri afkomu heimilanna. Lágir skattar og álögur eru því forsenda blómlegs atvinnulífs og aukins kaupmáttar. Fullveldi landsins byggir á yfirráðum yfir auðlindum þess og við stöndum vörð um afkomu bænda og veljum Íslenskt.
Ég óska því eftir stuðningi ykkar í 2 sætið og ég verð áfram á staðnum fyrir fólkið.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Höfundur: Ásmundur Friðriksson.
F. í Reykjavík 21. jan. 1956. For.: Friðrik Ásmundsson (f. 26. nóv. 1934) skipstjóri og skólastjóri og Valgerður Erla Óskarsdóttir (f. 24. maí 1937). M. Sigríður Magnúsdóttir (f. 26. jan. 1958) matráður. For.: Magnús G. Jensson og Kristín Guðríður Höbbý Sveinbjörnsdóttir. Börn: Ása Hrönn (1982), Erla (1984), Magnús Karl (1991). Sonur Ásmundar og Sigurlaugar Sigurpálsdóttur: Friðrik Elís (1975). Stjúpdóttir, dóttir Sigríðar: María Höbbý Sæmundsdóttir (1977).
Gagnfræðapróf Skógaskóla 1973.
Stundaði netagerð og sjómennsku 1970-1972. Vann við hreinsun Heimaeyjar sumarið 1973. Verkstjóri hjá Viðlagasjóði við hreinsun og endurreisn og uppgræðslu Heimaeyjar 1974-1978. Framleiðslu- og yfirverkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja 1978-1986. Sjálfstætt starfandi blaðamaður 1980-2003. Framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja 1986. Rak fiskvinnslufyrirtækið Kútmagakot ehf. 1988-2003. Framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Keflavíkur 2004. Verkefnastjóri Ljósanætur 2006. Verkefnastjóri í atvinnu- og menningarmálum hjá Reykjanesbæ 2008. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2009-2012.
Í þjóðhátíðarnefndum Vestmannaeyja 1974-1996. Formaður handknattleiksdeildar Þórs 1974-1978. Formaður Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna, 1981-1984. Í stjórn SUS 1983-1987. Í flokksráði Sjálfstæðisflokksins og í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Eyjum 1982-1986.Formaður íþrótta- og tómstundaráðs Vestmannaeyja 1982-1986. Formaður ÍBV 1994-1999. Formaður knattspyrnudeildar ÍBV 1999-2002. Stofnandi og formaður hollvinasamtaka Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, NLFÍ, 2005-2011. Í stjórn Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ 2007-2008. Stofnandi Lista- og menningarfélagsins í Garði 2009. Stjórnandi listaverkefnisins Ferskir vindar í Garði 2010. Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garði frá 2012.
Alþm. Suðurk. síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur).
Atvinnuveganefnd 2013-, velferðarnefnd 2013-.
Ritstjóri: Fylkir, málgagn sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum (1986-1988).
Tags
X2021
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.