Tveir sóttu um stöðu verkefnastjóra í Safnahúsi

21.Maí'21 | 10:45
safnahu_inng

Safnahús Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum eftir verkefnastjóra í Safnahúsið. Um er að ræða 100% starf, en viðkomandi er jafnframt staðgengill forstöðumanns Safnahússins. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti.

Að sögn Kára Bjarnasonar, forstöðumanns Safnahúss Vestmannaeyja voru tveir umsækjendur um starfið.

Þessu tengt: Sagnheimar: Verkefnastjóri í stað forstöðumanns

„Um stöðuna sóttu Ellert Scheving Pálsson og Sigurhanna Friðþórsdóttir. Ég býst við að ráðið verði í stöðuna fljótlega, jafnvel í næstu viku.” segir Kári í samtali við Eyjar.net.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...