Sjö verkefni hlutu styrk úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla

20.Maí'21 | 10:30
throunarsj_vestm_is_2021

Frá athöfninni í gær. Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Samningar vegna styrkveitinga úr Þróunarsjóði leik- og grunnskóla voru undirritaðir við athöfn í Eldheimum í gær. Tilgangurinn með sjóðnum er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi.

Er þetta í annað sinn sem veittir verða styrkir úr sjóðnum og undirritaði Arna Huld Sigurðardóttir, formaður fræðsluráðs, samningana fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar, að því er segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Eftirtalin verkefni hlutu styrk úr sjóðnum:

  • Áhugavekjandi þemasmiður á unglingastigi. Ásdís Steinunn Tómasdóttir, deildarstjóri í GRV, Birgit Ósk B. Bjartmarz, kennari við GRV og Sigurhanna Friðþórsdóttir, kennari við GRV, standa að verkefninu.
  • Kennslufræði um hugmyndafræði floorbooks. Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri á Kirkjugerði og Lóa Bald Andersen, deildarstjóri á Kirkjugerði, standa að verkefninu.
  • Leikjahandbók. Guðrún Bára Magnúsdóttir stendur að verkefninu í samstarfi við Guðrúnu Lilju Friðgeirsdóttur og Sóla.
  • Leshópar og lestrarátök á bókasafni. Sæfinna Ásbjörnsdóttir, safnkennari í GRV, stendur að verkefninu.
  • Lestrarbækur sem kveikja áhuga. Snjólaug Elín Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir Imsland, kennarar við GRV, standa að verkefninu ásamt Helgu Sigrúnu Þórsdóttur, kennsluráðgjafa á skólaskrifstofu.
  • Rafrænt nám og skapandi skil. Bryndís Bogadóttir, kennari við GRV, stendur að verkefninu.
  • Þemaverkefni um himingeiminn. Helga Jóhanna Harðardóttir, Sara Jóhannsdóttir, Arnheiður Pálsdóttir, Thelma Hrund Kristjánsdóttir og Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir, kennarar við GRV, standa að verkefninu.

Fræðsluráð þakkar þeim sem sóttu um styrk úr sjóðnum. Umsóknirnar bera vott um það gróskumikla, metnaðarfulla og faglega starf sem fram fer í okkar frábæru skólastofnunum.

Fleiri myndir frá athöfninni má sjá hér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).