Slóvenskur varnarmaður til ÍBV

18.Maí'21 | 14:36
kristina_ibv

Kristina Erman

Slóvenska knattspyrnukonan Kristina Erman hefur gengið til liðs við ÍBV og mun styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild kvenna. Kristina er 27 ára gömul og leikur í stöðu bakvarðar, hún hefur leikið á þriðja tug landsleikja fyrir Slóveníu.

Kristina lék síðast með ASD Calcio Pomigliano í Serie B á Ítalíu. Þar áður lék Kristina í efstu deild Noregs en hún á einnig leiki í hollensku úrvalsdeildinni, slóvensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, segir í frétt á vef ÍBV.

Tags

ÍBV

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.