Vestmannaeyjabær:

Fjárfest í nýju upplýsinga- og vinnslukerfi

17.Maí'21 | 07:05
tolva_lyklabord

Ljósmynd/úr safni

Á síðasta fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, deildarstjóra og sérfræðings launadeildar, mannauðsstjóra og kerfisstjóra Vestmannaeyjabæjar um innleiðingu á nýju launa- og mannauðskerfi fyrir Vestmannaeyjabæ.

Frá árinu 2005 hefur Vestmannaeyjabær notað launakerfi Navision við vinnslu og útborgun launa fyrir starfsfólk Vestmannaeyjabæjar. Vestmannaeyjabær og Akranes eru einu sveitarfélögin á landinu sem nota launakerfi Navision. Flest önnur sveitarfélög af þessari stærðargráðu nota H3 launa- og mannauðskerfi, sem auk launavinnslukerfis, inniheldur þróað mannauðs- og fræðslukerfi. 

Nýlega hlaut Vestmannaeyjabær jafnlaunavottun skv. ÍST85 jafnlaunastaðlinum, fyrir jafnlaunakerfi Vestmannaeyjabæjar. Til þess að uppfylla kröfur staðalsins þarf að skrá og viðhalda töluvert ítarlegri upplýsingum um starfsfólk en núverandi launakerfi ræður við.

Vestmannaeyjabær hefur því ákveðið að festa kaup á H3 launa- og mannauðskerfinu og hefji innleiðingu á því í júní nk.. segir í fundargerð bæjarráðs.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...