Færðu Hraunbúðum höfðinglega gjöf

17.Maí'21 | 15:33
gjof_Hraunbudir2-hsu_is

Ljósmynd/HSU

Dætur, makar og afkomendur Guðnýjar Bjarnadóttur og Leifs Ársælssonar færðu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum höfðinglega gjöf nú á dögunum. 

Gjöfin samanstendur af standlyftu og loftdýnum. Frá þessu er greint á vef HSU. Þar segir jafnframt að með gjöfinni vilji þau minnast foreldra sinna sem bæði hefðu orðið níræð á þessu ári og dvöldu á Hraunbúðum síðustu árin og um leið þakka fyrir einstaklega góða og hlýja umönnun sem foreldrar þeirra fengu meðan þau dvöldu þar.

„Gjöfin kemur sér sannarlega vel og mun verða til þægindaauka fyrir alla. Dætrum þeirra hjóna þeim Guðrúnu Birnu og Evu Laufeyju ásamt fjölskyldum þeirra beggja eru færðar innilegar þakkir. Svona hugulsemi snertir djúpt.” segir í frétt HSU.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.