Fýlseggin vinsæl

16.Maí'21 | 09:23
gea_egg

Georg Eiður með fullar fötur af fýlseggjum.

Varptími bjargfugla er nú hafinn í Eyjum og munu bjargveiðimenn hafa í nógu að snúast við eggjatöku næstu dagana. Georg Eiður Arnarson lætur sitt ekki eftir liggja í þeim efnum.

Hann segir í samtali við Eyjar.net að hann hafi náð í slatta af eggjum í gær og í fyrradag, en þetta er fertugasta og fyrsta árið sem Georg Eiður fer í eggjatöku. Hann segir að margir bæjarbúar bíði eftir þessum tíma með tilhlökkun og eru eggin vinsæl, enda góður matur.

Varp bjargfuglanna þykir einn helsti vorboðinn í Vestmannaeyjum og mörgum finnst sem sumarið komi um leið og þeir fá fýlsegg eða svartfuglsegg á diskinn sinn.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.