HSU: Ný móttaka heilsugæslunnar í Eyjum

15.Maí'21 | 21:50
20210511_163442

Fyrsta áfanga er að ljúka með opnun nýrrar móttöku við heilsugæsluna. Ljósmynd/TMS

Nú standa yfir miklar breytingar á húsnæði HSU í Vestmannaeyjum. Fyrsta áfanga er að ljúka með opnun nýrrar móttöku við heilsugæsluna. Nýja móttakan verður opnuð föstudaginn 21. maí nk.

Gengið verður inn að sunnan og er aðkeyrsla og bílastæði frá Helgafellsbraut. Þessi inngangur er ætlaðar fyrir þá sem eiga erindi á 1. hæð, þ.e. á heilsugæslu, rannsóknastofu og myndgreiningu/röntgen.

Aðalinngangi í norður verður lokað

Fram kemur í tilkynningu frá HSU að aðalinnganginum norðanmegin verði lokað. Í kjallara er inngangur í norður frá Sólhlíð sem ætlaður  er fyrir gesti á sjúkradeild og þá sem eiga erindi á þriðju hæð, þ.e.  meðal annars, sjúkraþjálfun,  sérfræðiþjónusta, mæðravernd og skrifstofur.

Bílastæði fyrir þá sem eiga erinda á sjúkradeild eða 3. hæð eru norðan megin við húsið,  í átt að Sólhlíð. Aðkoma sjúkrabíla er í kjallara og er stranglega bannað að leggja við kjallarainngang þar sem það gæti truflað aðkomu þeirra.

Bílastæði starfsmanna verða norðan megin við húsið á eystra bílastæði. Aðgangur að kapellu er frá Sólhlíð, gengið inn að vestan.

Til að byrja með verður inngangur og kallkerfi fyrir þá sem eiga erindi á heilsugæslu utan opnunartíma áfram í kjallarainngangi, en mun síðan flytjast í nýja móttöku.

Tags

HSU

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.