Hlynur bætti eigið Íslandsmet - á nú Íslandsmet í sjö greinum

14.Maí'21 | 20:25
hlynur_a_fri_is

Hlynur Andrésson. Ljósmynd/Frjálsíþróttasambandið.

Hlynur Andrésson bætti í gær eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi. 

Hlynur, sem er frá Vestmannaeyjum býr og keppir í Hollandi og tók þátt á Harry Schulting-leikunum þar í landi í gær og hljóp metrana 3000 á 8:01,37 en fyrra metið var 8:02,60.
 
Á vef Ríkisútvarpsins segir að Hlynur sé besti langhlaupari sem Ísland hefur átt en hann er handhafi allra Íslandsmeta í hlaupum 3000 metrum og lengri. Alls á Hlynur því Íslandsmet í sjö greinum:
  • 3000 metra hlaup
  • 3000 metra hindrunarhlaup
  • 5000 metra hlaup
  • 10 km. hlaup
  • 10 km. götuhlaup
  • Hálfmaraþon
  • Maraþon

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...