Unnið að endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja - myndband
11.Maí'21 | 14:17Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við Ráðhús Vestmannaeyja, en til stendur að flytja þangað hluta bæjarskrifstofana á ný.
Greint var frá því í síðasta mánuði að húsið verði einangrað að nýju og allar innréttingar og lagnir endurnýjaðar, en það var byggingarfyrirtækið Steini og Olli ehf. sem fengu verkið.
Sjá einnig: Eitt tilboð barst í endurbyggingu á Ráðhúsinu
Gluggaskiptum er lokið í húsinu, sem og rifi og hreinsun á miðhæð og í risi. Þá er unnið að lagfæringum utanhúss. Halldór B. Halldórsson skoðaði húsið að innan sem utan. Myndband frá ferð hans má sjá hér að neðan.
Tags
Ráðhús Vestmannaeyja
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.