Komið að árgangi 1963 í bólusetningu

- einnig er haldið áfram að bólusetja yngra fólk með undirliggjandi áhættuþætti sem og leikskólakennara

11.Maí'21 | 14:30
bolusetningar_eyjar

Myndin er tekin þegar bólusett var í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

„Hjá HSU-Vestmannaeyjum er verið að bólusetja 250 skammta af bóluefnum. Það eru bóluefnin Pheizer og AstraZenica.” segir Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Vestmannaeyja í samtali við Eyjar.net aðspurð um bólusetningar í þessari viku.

Hún segir að verið sé að endurbóluseta hópa fólks sem fengu fyrir bólusetningu af pheizer í apríl, en 3 – 6 vikur mega líða á milli fyrri og seinni bólusetningar af Pheizer. 

„Haldið verður áfram að bólusetja niður í árgangshópana, komið að árgangi 1963 og haldið áfram að bólusetja yngra fólk með undirliggjandi áhættuþætti sem og leikskólakennara.”  

Að sögn Guðnýjar er mikilvægt að nýta allt það bólusefni sem berst og ef eitthvað er afgangs er haft samband við fólk og því boðið að koma í bólusetningu.  

„Í næstu viku verður farið í að endurbólusetja þá sem fengið hafa fyrri skammt af Astra Zencia og haldið áfram niður aldurshópana og einnig er bóluefnið Jensen væntanlegt.”

 

 

Tags

COVID-19 HSU

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.