Guðbjörg eignast fjórðungs hlut í Domino‘s

PPH ehf. er nýstofnað félag um eignarhluti í Pizza-Pizza ehf. og er í eigu fimm hluthafa. Pizza-Pizza ehf. rekur 23 veitingastaði undir merkjum Domino‘s á Íslandi

11.Maí'21 | 06:40
dominos_pizza_is

Ljósmynd/dominos.is

Fjárfestingafélagið Kristinn, sem heldur utan um hlut Guðbjargar M. Matthíasdóttur og fjölskyldu, fer með 26% í PPH ehf. sem nýlega gekk frá kaupum á Domino‘s á Íslandi fyrir 2,4 milljarða króna. 

Eyja fjárfestingarfélag III ehf., í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, fer með stærsta hlutinn  í PPH ehf. eða 35%. Þá mun Bjarni Ármannsson, í gegnum félagið Sjávarsýn efh. fara með 26% hlut. Aðrir hluthafar eru Lýsi hf. með 13% hlut og lögmannsstofan Jónsson & Harðarson ehf. með 1% hlut. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem heimilaði kaupin í gær.

Ekki séu vísbendingar um að aðilar málsins hafi eða muni öðlast markaðsráðandi stöðu með samruna þessum

Fram kemur m.a. í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að eftirlitið fallist á það með samrunaaðilum að ekki séu vísbendingar um að aðilar málsins hafi eða muni öðlast markaðsráðandi stöðu með samruna þessum og teljast samkeppnisleg áhrif hans óveruleg enda starfa þeir að miklu leyti á ótengdum mörkuðum. Keppinautar samrunaaðila sem rætt var við höfðu engar áhyggjur af samrunanum og tóku undir að samkeppnisleg áhrif hans væru óveruleg. Að öllu framangreindu virtu er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna.

Í ákvörðunarorðum Samkeppniseftirlitsins segir: „Kaup PPH ehf. á Pizza-Pizza ehf. fela í sér samruna í skilningi samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast frekar í máli þessu“

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.