122 atvinnulausir í mars og apríl

11.Maí'21 | 10:32
20210508_130044

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Bæjarstjóri fór yfir stöðu atvinnuleysis og hlutabótaleiðar í Vestmannaeyjum á fundi bæjarráðs í gær. Margir eru skráðir atvinnulausir á sama tíma og verið er að auglýsa eftir starfsfólki hjá mörgum fyrirtækjum í Vestmannaeyjum.

Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru 122 einstaklingar skráðir atvinnulausir í mars og apríl, en mest var atvinnuleysið í desember og janúar sl., þegar 140 einstaklingar voru skráðir atvinnulausir. Um 30 einstaklingar voru á hlutabótaleiðinni í mars og apríl.

Tvenns konar átaksverkefni

Jafnframt greindi bæjarstjóri frá tvenns konar átaksverkefnum sem Vinnumálastofnun stendur fyrir í samvinnu við sveitarfélög á landinu, til þess að efla atvinnuþátttöku fólks. Annars vegar átakið Hefjum störf, sem snýr að atvinnuþátttöku fólks á atvinnuleysiskrá, þar sem Vinnumálastofnun leggur vinnuveitendum til allt að 473 þús. kr. auk 11,5% mótframlags í lífeyrissjóð fyrir hvern starfsmann í allt að sex mánuði.

Hins vegar átakið Sókn fyrir námsmenn, þar sem Vinnumálastofnun leggur Vestmannaeyjabæ til samskonar upphæð og mótframlag í lífeyrissjóð fyrir allt að 12 námsmenn í allt að tvo og hálfan mánuð í sumar. Vestmannaeyjabær hefur þegar birt auglýsingu um ný störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri í samræmi við átakið.

Hvetja vinnuveitendur í Vestmannaeyjum til þess að nýta sér úrræði Vinnumálastofnunar

Bæjarráð hvetur vinnuveitendur í Vestmannaeyjum til þess að nýta sér úrræði Vinnumálastofnunar um framlag með hverjum þeim atvinnuleitanda sem ráðinn er af atvinnuleysiskrá Vinnumálastofnunar. Umsóknir um þau úrræði fer fram á vef Vinnumálastofnunar; vmst.is.

Þá hvetur bæjarráð námsmenn til þess að skoða vel þau störf sem Vestmannaeyjabær býður upp á í sumar og sækja um innan umsóknarfrests, sem er 18. maí nk.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.