„Ólíðandi að ráðuneytið hunsi beiðnir Vestmannaeyjabæjar um fundi”

11.Maí'21 | 06:47
IMG_5055

Frá Hraunbúðum. Ljósmynd/TMS

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðu yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fundi bæjarráðs í gær. 

Eins og fram hefur komið hafa allir starfsmenn Hraunbúða þegið áframhaldandi starf á stofnuninni. Nú stendur yfir uppgjör milli Vestmannaeyjabæjar og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, svo sem vegna áunnins orlofs starfsfólks, lausafjár, birgða o.fl.

Margítrekað þá kröfu að ríkið greiði eðlilegt endurgjald fyrir afnot af húsnæðinu

Eftir margítrekaðar óskir um fund með heilbrigðisráðuneytinu um húsnæði Hraunbúða, varð ráðuneytið loks við beiðni Vestmannaeyjabæjar um fund sem áformaður er á miðvikudaginn kemur. Á fundinn verða boðaðir fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Vestmannaeyjabæjar og lögmaður bæjarins. Hefur Vestmannaeyjabær margítrekað þá kröfu að ríkið greiði eðlilegt endurgjald fyrir afnot af húsnæðinu, sem er að fullu í eigu Vestmannaeyjabæjar.

Vonbrigði með seinagang ráðuneytisins

Í niðurstöðu ráðsins segir að bæjarráð lýsi vonbrigðum með hversu erfitt er að fá fundi með heilbrigðisráðuneytinu um málefni Hraunbúða. Erfiðlega gekk að funda með ráðuneytinu þegar starfsmannamálin voru til umræðu og enn hefur ekki verið gengið frá húsnæðismálum vegna seinagangs ráðuneytisins. Það er ólíðandi að ráðuneytið hunsi beiðnir Vestmannaeyjabæjar um fundi þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið yfir rekstri Hraunbúða í húsnæði Vestmannaeyjabæjar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.