Samið við Eyjatours um nýtingu Herjólfsbæjar

10.Maí'21 | 20:32
20210505_165002

Herjólfsbær. Gert ráð fyrir að framkvæmdir og undirbúningur að formlegri opnun Herjólfsbæjar í því formi sem fyrirtækið leggur til, taki um ár og stefnt að því að Herjólfsbær opni í nýrri umgjörð vorið 2022. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjabær auglýsti þann 9 mars sl., eftir áhugasömum aðilum um rekstur, nýtingu og framtíðarsýn Herjólfsbæjar í Herjólfsdal. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í dag.

Árið 2005 var ráðist í byggingu nýs Herjólfsbæjar í Herjólfsdal sem lauk árið 2006. Bærinn er tilgátuhús sem byggir á heimildum um hvernig hinn upphaflegi landnámsbær kann að hafa litið út. Húsið er byggt sem langhús og gripahús. Lista- og menningarfélagið, Herjólfsbæjarfélagið, hafði frumkvæði að smíðinni. Félagið safnaði fjármunum og fékk styrki til að endurbyggja bæinn.

Fjórar tillögur bárust

Árið 2020 gaf Herjólfsbæjarfélagið Vestmannaeyjabæ bæinn til varðveislu og notkunar. Vestmannaeyjabær auglýsti eftir áhugasömum samstarfsaðila um nýtingu, rekstur og viðhald Herjólfsbæjar, með áherslu á fræðslu, kynningu á sögu og menningu þess tíma og ferðamennsku.

Alls bárust Vestmannaeyjabæ fjórar tillögur. Tvær tillagnanna voru að mestu fullmótaðar með hugmynd um heildarnýtingu, skýra framtíðarsýn, hlutverk og tilgang bæjarins.

Stefnt að því að Herjólfsbær opni í nýrri umgjörð vorið 2022

Vestmannaeyjabær fól framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og forstöðumanni Safnahúss að meta umsóknirnar. Ákvað hópurinn að boða tvo aðila í viðtöl um tillögurnar. Að loknum þeim viðtölum var hópurinn sammála um að tillaga Eyjatours stæði öðrum tillögum framar og leggur hópurinn til við bæjarráð að samþykkja tillögu fyrirtækisins.

Í umsókninni er gert ráð fyrir að framkvæmdir og undirbúningur að formlegri opnun Herjólfsbæjar í því formi sem fyrirtækið leggur til, taki um ár og stefnt að því að Herjólfsbær opni í nýrri umgjörð vorið 2022.

Ánægja með skýra sýn og metnaðarfullar hugmyndir

Í afgreiðslu bæjarráðs þakkar ráðið öllum fjórum aðilum áhugan og góðar tillögur um framtíðarsýn Herjólfsbæjar.

Bæjarráð fellst á tillögur framkvæmdastjóranna og forstöðumanns Safnahúss um að gera samkomulag við Eyjatours um nýtingu Herjólfsbæjar. Er framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að gera drög að samningi Vestmannaeyjabæjar við Eyjatours til næstu fjögurra ára. Bæjarráð lýsir ánægju með þá skýru sýn og metnaðarfullu hugmyndir sem Eyjatours áformar um framtíð Herjólfsbæjar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.