Mótið hélt lífi og fjöri í félaginu í vetur

10.Maí'21 | 14:37
unnamed (2)

Finnur Freyr, Bjarni og Óskar Elías. Ljósmyndir/aðsendar

Nú í vetur hélt Skotfélag Vestmannaeyja riðlakeppni í BR-50 keppnisgrein í skotfimi. Keppnin fékk nafnið Olís BR50 riðlakeppni.

Óskar Elías Sigurðsson hjá Skotfélaginu segir í samtali við Eyjar.net að yfirleitt sé veturinn hjá félaginu rólegur. 

„Leiðinlegt veður en oft miklar veðurstillur inn á milli, þannig við prufuðum nýtt fyrirkomulag þar sem einhverjir 2 voru dregnir saman og þeir þurftu að finna sér dag og tíma til að skjóta sitt spjald og þeir fengu 10-15 daga í það. Þetta eina mót hélt miklu lífi og fjöri í félaginu yfir veturinn og gaf flestum tækifæri í að ná í næsta riðil.”

Keppt var í tveimur flokkum og alls 23 sem kepptu. Light varmint flokkur og Heavy Varmint flokkur, þar eru rifflar flokkaðir eftir þyngd.

Félagið vill þakka Olís kærlega fyrir stuðninginn og einnig viljum minna á að Olís er með breiða línu af skotum til sölu og viljum við hvetja félagsmenn til að muna eftir að versla við Olís, þannig höldum við þessari frábæru þjónustu á okkar svæði.

Úrslit mótsins 
Light Varmint flokkur:
1. sæti Bjarni Óskarsson 232 stig 3xur
2. sæti Óskar Elías Sigurðsson 219 stig 4xur
3. sæti Finnur Freyr Harðarsson 217 stig 5xur

Heavy Varmint flokkur:
1. Sæti Óskar Elías Sigurðsson 487 stig 25xur
2. Sæti Bjarni Óskarsson 478 stig 19xur
3. Sæti Gylfi Frímannsson 456 stig 9xur 

„Einnig viljum við hvetja alla sem  hafa áhuga á skot íþróttum hér í Eyjum að gerast meðlimir félagsins og hjálpa okkur við uppbyggingu félagsins og aðstöðu.” Þeir deyja ekki ráðalausir félagarnir í Skotfélaginu, en myndin hér að neðan er af Gylfa Frímanns. Hún er photoshoppuð þar sem hann var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Á hinni myndinni afhendir Erla Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Olís í Eyjum Finn Frey verðlaunin.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...