Markviss þjálfun og góð eftirfylgni skilar tilætluðum árangri

7.Maí'21 | 10:48
spaldtolvu_kennsla_grv_fb

Frá skólastarfi GRV. Ljósmynd/grv.is

Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar kynnti fyrir fræðsluráði niðurstöður út Talnalykli, sem er skimunarpróf í stærðfræði og mælir færni nemenda í grunnþáttum.

Prófið er lagt árlega fyrir nemendur í 3. og 6. bekk. Kennsluráðgjafi skólaskrifstofu leggur prófið fyrir og vinnur, ásamt kennurum, áætlun um markvissa þjálfunarvinnu í stærðfræði í kjölfarið.

Prófið var lagt fyrir 3. bekk í desember 2020 og þá voru 23 nemendur (49%) sem náðu ekki hundraðsröð 70. Þeir nemendur fengu aukna þjálfun í stærðfræði og að auki fór árgangurinn í markvissa þjálfun í skóla og heima í grunnaðgerðum stærðfræðinnar. Prófið var lagt aftur fyrir í mars og voru þá fjórir nemendur (8%) sem ekki náðu hundraðsröð 70. Meðaltal árgangs hækkaði úr 8,5 upp í 11,7 milli fyrirlagna.

Prófið í 6. bekk var einnig lagt fyrir í desember og þá voru 37 nemendur (70%) sem náðu ekki hundraðsröð 50 en eftir markvissa þjálfun voru 16 nemendur (30%) sem ekki náðu hundraðsröð 50. Meðaltal árgangs hækkaði úr 23,1 upp í 29,8.

Í afgreiðslu fræðsluráðs segir að þessar niðurstöður sýni að markviss þjálfun í kjölfar mælinga og góð eftirfylgni skilar tilætluðum árangri.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.