Hvít jörð í Eyjum

7.Maí'21 | 06:40
20210507_063439

Víða um bæinn eru trampolín komin upp. Myndin er tekin í morgun. Ljósmynd/TMS

Það bregður sjálfsagt mörgum við þegar þeir líta út um gluggann í morgunsárið í Vestmannaeyjum. Fannhvít jörð mætir bæjarbúum þann 7. maí.

Rétt er að hvetja fólk til að fara varlega í umferðinni, enda flestir búnir að skipta yfir á sumardekk. Klukkan 6 í morgun var 1 stigs hiti á Stórhöfða og norð-austan 4 m/s.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustan 3-10 m/s. Léttskýjað sunnan- og vestantil á landinu, hiti 3 til 8 stig að deginum. Skýjað og lítilsháttar él norðaustantil og hiti um frostmark.

Á sunnudag:
Norðaustan 5-13 m/s. Dálítil él á austanverðu landinu, en víða bjart vestantil. Hiti breytist lítið.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Norðan og norðaustan 3-10 m/s. Skýjað að mestu á Norður- og Austurlandi og sums staðar svolítil él, hiti 0 til 3 stig. Léttskýjað sunnan- og vestanlands og hiti 3 til 9 stig. Næturfrost víða um land.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en norðan 5-10 og skýjað með austurströndinni. Hiti frá frostmarki á Austurlandi, upp í 10 stig að deginum um landið suðvestanvert.
Spá gerð: 06.05.2021 21:29. Gildir til: 13.05.2021 12:00.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...