Húsnæðisþörf Vestmannaeyjabæjar enn í skoðun

7.Maí'21 | 07:30
slokkvistodin_2018

Eitt af þeim húsum sem skoðað er hvað gera skuli við er gamla slökkvistöðin. En senn líður að því að nýja slökkvistöðin verði tilbúin. Ljósmynd/TMS

Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar eru enn til skoðunar hjá starfshópi sem skipaður var af bæjarstjórn. 

Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum þann 3. desember sl., að skipa starfshóp framkvæmdastjóra sviðanna til að meta húsnæðisþörf fyrir starfsemi bæjarins og móta tillögur í þeim efnum.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Þar kom fram að hlutverk starfshópsins sé m.a. að meta húsnæðisþörf þeirra stofnana Vestmannaeyjabæjar sem fyrirhugað er að flytji starfsemi sína annað á næstu árum. Starfshópnum var ætlað að leggja fram tillögu um hvernig skuli ráðstafa því húsnæði sem verður til vegna þessa, þ.e. bjóða það til sölu, leigu, annarrar notkunar eða niðurrifs.

Starfshópurinn lagði fram drög að minnisblaði sem inniheldur tillögur um ráðstöfun húsnæðis stofnana Vestmannaeyjabæjar sem fyrirhugað er að flytji starfsemi sína á næstu árum. Bæjarráð þakkar fyrir drögin og mun afgreiða málið þegar endanlegt minnisblað liggur fyrir.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.