Bólusetningafréttir – Vika 18 og 19

6.Maí'21 | 18:28
boluefni-covid

Öllu bóluefni er komið út sem HSU er úthlutað og úthlutuninn á landsvísu fer eftir fólksfjölda á hverjum stað, segir m.a. í grein umdæmislæknis.

Umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi skrifar pistil inn á vefsíðu Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands um gang bólusetningar í umdæminu. Þar kemur fram að HSU sé að klára að bólusetja alla 60 ára og eldri. 

Allir ættu að hafa fengið boð í bólusetningu, en ef kerfið hjá okkur hefur klikkað eða fólk hafi ekki komist þegar það fékk boð, þá er opið hús fimmtudaginn 13 maí,  kl. 10-11 í Vallaskóla á Selfossi.

Verið er að vinna niður listana yfir fólk með undirliggjandi vandamál og hafa flest allir nú þegar fengið boð. Landlæknir sendir nýja lista oft í viku, verið er að bæta fólki við á forgangslista og búa til nýja lista. Við gerum okkar besta við að halda vel utan um þetta allt. Einnig er verið að bólusetja sumarstarfsfólk hjá viðbragðseiningum (heilbrigðisstarfsfólk, fólk í umönnun, lögreglu og þess háttar).

Nú er komið að því að fullbólusetja fólk sem var með þeim fyrstu að fá Astra Zeneca á Íslandi, starfsfólk hjúkrunarheimilla og framlínufólk. Konur yngri en 55 ára hafa val um að fá ekki Astra Zeneca aftur, en það er ekkert því til fyrirstöðu að fá aftur Astra Zeneca ef þær fengu ekki alvarleg viðbrögð eftir fyrstu bólusetningunni og hafi ekki sögu um sjálfsprottna bláæða-blóðtappa.

Nýjung á heimasíðu HSU

Þar sem margir erum með frábendingar við ákveðnum bóluefnum eða þeirra hópur er skilgreindur fyrir ákveðin bóluefni, þá erum við oft að boða yngra fólk í bólusetningar sem hafa enga undirliggjandi sjúkdóma.

Biðlum til fólks að koma þegar það fær boð, algjör óþarfi að hafa samviskubit. Við munum bjóða öllum bólusetningu, einhver þarf alltaf að vera fyrstur.

Þá er bent á nýjung á síðu HSU, þ.e. „Spurningar og Svör“, undir COVID hnappnum.

Suðurland á pari við aðra landshluta

Inni á covid.is er hægt að fylgjast með framvindu mála í bólusetningum eftir landshlutum. Þar sést að Suðurland er á pari við aðra landshluta.

Við komum öllu bóluefni út sem okkur er úthlutað og úthlutuninn á landsvísu fer eftir fólksfjölda á hverjum stað. Einhver skekkja getur myndast þar sem árgangar geta verið misstórir í mismunandi byggðarlögum, sem sagt að einhver byggðalög eru komin lengra niður í árgöngum en önnur. Það getur skýrst af því að þar séu færri með undirliggjandi sjúkdóma eða fámennir árgangar hjá fólki 60 ára og eldri. Þetta ætti að jafnast út þegar endanum er náð, segir í grein umdæmislæknis sóttvarna á Suðurlandi

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.