Um 300 manns bólusettir í Eyjum í þessari viku
5.Maí'21 | 15:13Í þessari viku verða um 40.000 einstaklingar bólusettir á landsvísu og er það langstærsta bólusetningarvikan til þessa.
Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Vestmannaeyja segir í samtali við Eyjar.net að um 300 manns verði bólusettir í þessari viku í Vestmannaeyjum. Hún segir að að þessari bólusetningu lokinni verði um 1400 bólusettir í Eyjum. Guðný segir að sumir séu nú að fá sína aðra sprautu.
Þessu tengt: Gildandi sóttvarnaráðstafanir framlengdar um viku
Fram kom í tilkynningu frá heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum í gær að hluti einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma fái í dag fyrsta skammt af bóluefni og hluti fólks verður bólusettur með seinni skammti af Pheizer. Á morgun verður haldið áfram með hóp með undirliggjandi sjúkdóma sem fá fyrsta skammt af Astra Zenica bóluefni.
Tags
COVID-19
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.