Hákon Daði til Gummersbach

5.Maí'21 | 17:27
hakon_dadi_s

Hákon Daði Styrmisson. Ljósmynd/ÍBV

Hákon Daði Styrmisson hefur samið til 2. ára við þýska liðið Gummersbach. Hákon Daði mun klára tímabilið með ÍBV og heldur svo út í kjölfarið og leikur með þýska liðinu á næsta tímabili. 

Gummersbach leikur sem stendur í Bundesligu 2 í Þýskalandi en er í baráttu um að komast upp í efstu deild, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV. 

Hjá Gummersbach hittir Hákon fyrir Elliða Snæ Viðarsson, annan Eyjapeyja, sem gekk til liðs við þá fyrir yfirstandandi tímabil og leika þeir þar undir stjórn Guðjón Vals Sigurðssonar sem er eins og flestir vita einn albesti handknattleiksmaður sem Ísland hefur átt.

Hákon Daði er 23 ára hornamaður sem er uppalinn hjá ÍBV. Hann er mikill markaskorari, frábær vítaskytta og nýtir hraðann gífurlega vel í sínum leik. Hann hefur gert garðinn frægan bæði hérna í Eyjum og svo lék hann um tíma með Haukum í Hafnarfirði, frá janúar 2016 fram á vorið 2018.

Hákon var í hluti af leikmannahópi ÍBV sem varð Íslandsmeistari árið 2014 og lék svo með liðinu þegar þeir sigldu bikarmeistaratitlinum heim til Eyja árið 2015. Hann lék lykilhlutverk í liði ÍBV þegar liðið vann bikarmeistaratitilinn vorið 2020.

Haustið 2020 lék Hákon Daði með íslenska landsliðinu gegn Litháen, þar sem hann nýtti tækifærið heldur betur vel og átti stórleik. Hann var markahæstur í liðinu í stórsigri en hann skoraði 8 mörk í þeim leik.

Hákon hefur þjálfað yngri flokka hjá ÍBV samhliða því að leika með liðinu og hefur staðið sig mjög vel á þeim vettvangi.
Við erum ótrúlega stolt af þessum vistarskiptum Hákonar en munum sakna þess mikið að sjá hann ekki á parketinu í Eyjum.
Hákon er þriðji leikmaður ÍBV á stuttum tíma sem heldur í atvinnumennsku, en síðastliðið sumar fór Elliði eins og áður sagði til liðs við Gummersbach og Kristján Örn (Donni) gekk til liðs við PAUC í Frakklandi.

Í tilkynningu ÍBV er Hákoni Daða óskað innilega til hamingju með undirskriftina og honum þakkað fyrir hans verk hjá ÍBV. „Hann er hvergi nærri hættur enda stendur keppni í handboltanum sem hæst um þessar mundir. Við óskum honum velfarnaðar á stóra sviðinu og munum fylgjast vel með honum!”
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.