Markmiðið að halda áfram því góða starfi sem unnið er á Hraunbúðum
4.Maí'21 | 14:26Það er mjög ánægjulegt að geta greina frá því að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur nú tekið við rekstri Hraunbúða.
Svona hefst pistill Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSU sem birtist á heimasíðu HSU. Þar segir jafnframt að með tilkomu Hraunbúða stækki þjónustusvið HSU í Vestmannaeyjum.
„Við fögnum því að fá starfsfólk Hraunbúða í okkar raðir. Það er sönn ánægja að fá tækifæri til að vinna með þessum öfluga hópi og á sama tíma sjáum við fram á skemmtilega tíma með íbúum Hraunbúða.
Framkvæmdastjórn HSU hefur sett sér það markmið að halda áfram því góða starfi sem unnið er á Hraunbúðum. Við sjáum tækifæri í rekstrinum með samlegðaráhrifum og samvinnu stórrar einingar og erum við bjartsýn á að það eigi eftir að styrkja þjónustuna á heimilinu.” segir Díana.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...