Tilkynning frá heilsugæslu HSU - Vestmannaeyjum

Bólusetningar halda áfram í Eyjum

4.Maí'21 | 17:31
influensa_sprauta

Á morgun og fimmtudag verður haldið áfram að bólusetja í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Á morgun verður haldið áfram með bólusetningar í Vestmannaeyjum.  

Hluti einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma fá fyrsta skammt af bóluefni og hluti fólks verður bólusettur með seinni skammti af pheizer.  Það mega líða allt að sex vikum milli fyrra og seinna skammts af pheizer og verða þeir sem fengu bólusetningu 14. apríl og ekki verða bólusettir á morgun boðin bólusetning í næstu viku. 

Á fimmtudag verður haldið áfram með hóp með undirliggjandi sjúkdóma sem fá fyrsta skammt af Astra Zenica bóluefni, segir í tilkynningu frá heilsugæslu HSU - Vestmannaeyjum.

Tags

COVID-19 HSU

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...