Sagnheimar: Verkefnastjóri í stað forstöðumanns

3.Maí'21 | 08:14
hus_safna_cr

Safnahús Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og forstöðumanns Safnahússins um skipulag Safnahússins í Vestmannaeyjum.

Safnahúsið samanstendur af átta söfnum eða safndeildum í eigu og umsjón Vestmannaeyjabæjar, þ.e. bókasafni, héraðsskjalasafni, Landlyst/Skanssvæði, listasafni, ljósmynda- og kvikmyndasafni, Sagnheimum, byggðasafni og náttúrugripasafni og Sigmundssafni. Þá heyrir fjölmenning undir Safnahúsið.

Öll söfnin í Safnahúsi undir ábyrgð eins forstöðumanns

Í minnisblaðinu er tillaga um að fella öll umrædd söfn í Safnahúsi undir ábyrgð eins forstöðumanns og að ráðinn verði verkefnastjóri sem annast faglega umsjón með starfsemi Sagnheima, Byggðasafns, sem jafnframt verður staðgengill forstöðumanns. Með þessu er stjórnskipulag safnanna einfaldað og rekstur þess gerður hagkvæmari.

Þá er er lagt til að myndaðar verði fimm einingar/deildir undir Safnahúsi: a) Bókasafn; b) fjölmenning; c) ljósmynda- og listasafn; d) Héraðsskjalasafn og; e) Sagnheimar, sem inniheldur m.a. Byggðasafnið, Náttúrugripasafnið og Landlyst (Skansvæðið).

Bæjarráð samþykkti tillögu framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og forstöðumanns Safnahússins um skipulag starfseminnar og skipurit í Safnahúsinu. Þá var samþykkt að ráðinn verði verkefnastjóri í stað forstöðumanns Sagnheima, Byggðasafns. Ekki er um að ræða nýjar fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2021.

Hér má sjá minnisblaðið.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.