Guðný Charlotta er bæjarlistamaður Vestmannaeyja í ár

1.Maí'21 | 14:18
gudny_charl_ads

Guðný Charlotta Harðardóttir

Guðný Charlotta Harðardóttir, píanóleikari var í dag útnefnd bæjarlistamaður Vestmannaeyja. 

Guðný hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Vestmannaeyja árið 2003. Árið 2016 lá leið hennar í framhaldsnám við Tónlistarskóla Garðabæjar. Ári síðar nam hún píanóleik við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með B.mus.ed. gráðu. Guðný hóf meistaranám við Det Jyske Konservatorium í Árósum síðastliðið haust. 

Guðný Charlotta hefur einnig starfað sem píanókennari við Tónlistarskólann í Árbæ, verið meðleikari fyrir fiðlu/víólu hópa í Suzuki námi við Tónlistarskólann í Garðabæ, þar sem hún starfaði einnig sem afleysingarkennari.

Þá hefur hún tekið þátt í fjölmörgum listrænum tónlistaverkefnum. Guðný Charlotta er vel að útnefningunni komin, fjölhæfur listamaður sem verður gaman að fylgjast í framtíðinni. Þess má geta að Guðný er yngsti bæjarlistamaður Vestmannaeyja í sögu verðlaunanna, 24 ára.

Guðný Charlotta er við nám nú í Árósum og gat því ekki verið viðstödd útnefninguna í dag. Foreldrar hennar, Hörður Pálsson og Kolbrún Matthíasdóttir tóku við viðurkenningu fyrir hennar hönd frá Njáli Ragnarssyni, formanni bæjarráðs Vestmannaeyja.

Vegna sóttvarnareglna var athöfnin ekki opin almenningi eða fjölmiðlum. Upptöku frá athöfninni má sjá hér að neðan. Þar segir Guðný nokkur orð auk þess að flytja “Undir stóra steini” hið undurfagra lag Jóns Múla.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).