Íris Róbertsdóttir skrifar:

Baráttudagurinn 1. maí!

1.Maí'21 | 11:54
iris_roberts

Íris Róbertsdóttir

Í dag fögnum við verkalýðsdeginum, 1. maí. Í tæp 100 ár hefur dagurinn verið helgaður kröfunni um jafnrétti og ákalli fyrir bættum kjörum fyrir þá sem minna bera úr býtum.

Í tilefni af 1. maí í fyrra skrifaði ég að nú félli því miður niður hið rómaða 1. maí kaffi í Alþýðuhúsinu í fyrsta sinn í áratugi. Ekki hvarflaði að mér að nú, ári síðar, yrði staðan enn óbreytt.

Þó er smám saman að rofa til. Verið er að bólusetja landsmenn af miklum krafti og heilbrigðisráðherra vonar að afnema megi allar takmarkanir í lok næsta mánaðar. Þá sér loksins, loksins fyrir endann á þessum þráláta vágesti sem kórónuveiran hefur verið okkur öllum. Smám saman erum við að vakna upp við þá merkilegu staðreynd að það er ekki nóg að bólusetja okkur og nánasta umhverfi. Ef heimurinn allur verður ekki bólusettur grasserar veiran áfram.

En er þetta ekki sami sannleikur og verkalýðshreyfingin hefur ævinlega predikað um að jafnrétti er baráttumál allra, ekki bara þeirra sem minna mega sín?

1. maí er okkur þörf áminning um að réttlæti fárra er tap allra. Við erum rækilega minnt á þessa sömu staðreynd í þeim heimsfaraldri sem nú hefur geysað á annað ár og verður eins og svo mörg önnur vandamál heimsins einungis leystur með samstöðu allra.

Að lokum vil ég leyfa mér að minnast þess að við eignuðumst nýtt 100 ára afmælisbarn í dag. Knattspyrnufélagið Týr var stofnað þann 1. maí 1921 og voru stofnendur 45 talsins. Týr á sér eldri bróður og eins og gengur var allnokkur rígur milli bræðranna í uppvextinum. Íþróttafélagið Þór var stofnað 8 árum fyrr eða 9. september 1913.

Saga Týs er samofin glæstri íþróttasögu Eyjanna en það er jarðsprengjusvæði að bera félögin saman. Síðar á árinu þegar samkomutakmarkanir hafa vikið fáum við vonandi tækifæri til að minnast liðinna daga líkt og gert var á 100 ára afmælisári Þórs.

Ég óska okkur öllum til hamingju með verkalýðsdaginn og afmælisdaginn.

 

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri

Greinin birtist fyrst á vef Vestmannaeyjabæjar.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.