Ný ferðagjöf stjórnvalda

30.Apríl'21 | 15:53
ferdamenn_her

Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja á síðasta ári en frá gildistöku laganna í júní 2020 þar til í apríl 2021 höfðu tæplega 200 þúsund einstaklingar sótt ferðagjöf stjórnvalda. Ljósmynd/TMS

Fyrirhugað er að gefa út nýja ferðagjöf stjórnvalda í sumar og verður fjárhæðin sú sama og árið 2020, þ.e. 5.000 kr. fyrir einstaklinga fædda 2003 eða fyrr. 

Enn verður hægt að nota ónýttar ferðagjafir, útgefnar árið 2020, til 31. maí 2021, en eftir það falla þær niður við endurnýjun ferðagjafar 2021.

Ferðagjöfin er hluti af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda til að byggja enn frekar undir íslenska ferðaþjónustu, en fyrirtæki í ferðaþjónustu eru meirihluti þeirra sem nýtt hafa efnahagsúrræði stjórnvalda undanfarið ár, enda hefur greinin orðið fyrir búsifjum umfram aðrar greinar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun leggja fram frumvarp um endurnýjun ferðagjafar með gildistíma frá 1. júní 2021 til og með 31. ágúst 2021, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.

„Markmið ferðagjafar er að hvetja fólk til að ferðast vítt og breitt um landið, ásamt því að hvetja fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar til þátttöku í verkefninu, með því að bjóða upp á fjölbreytt tilboð og tækifæri, líkt og síðasta sumar en átakið mæltist vel fyrir og hafði jákvæð áhrif á fólk og fyrirtæki,“ segir Þórdís Kolbrún. 

812 fyrirtæki og tæplega 200 þúsund einstaklingar

Ferðagjöf stjórnvalda er tímabundið úrræði, sem sett var á fót síðastliðið sumar, í þeim tilgangi að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands og nýta ferðagjöfina hjá ferðaþjónustuaðilum. Gjöfin er hluti aðgerða ríkisstjórnarinnar til að efla efnahagskerfið og draga úr þeim neikvæðum áhrifum sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft í för með sér á atvinnulífið, þá sér í lagi íslenska ferðaþjónustu.  

Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja á síðasta ári en frá gildistöku laganna í júní 2020 þar til í apríl 2021 höfðu tæplega 200 þúsund einstaklingar sótt ferðagjöfina af þeim 280 þúsund sem fengu hana útgefna. Þá hafa 812 fyrirtæki verið skráð til þátttöku. Með endurnýjun ferðagjafar 2021 eru einstaklingar hvattir til að ferðast innanlands í sumar, rétt eins og síðastliðið sumar, eftir því sem aðstæður leyfa.

Tags

COVID-19

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...