Fyrsta skóflustungan tekin að fjölbýlishúsum á Sólhlíð

30.Apríl'21 | 08:05
IMG_5608

Garðar og Kristján taka hér fyrstu skóflustunguna. Ljósmyndir/TMS

Það var kátt á hjalla hjá viðstöddum á Sólhlíðinni í gær þegar fyrsta skóflustungan var tekin að tveimur tveggja hæða fjölbýlishúsum sem þar munu rísa. 

Það er Vigtin Fasteignafélag sem byggir fjölbýlishúsin. Alls verða íbúðirnar 20 talsins, að sögn Sigurjóns Ingvarssonar, byggingarstjóra. Hann segir að íbúðirnar séu á bilinu 60-120 fermetrar. Aðspurður um hvert áhugasamir kaupendur geti snúið sér segir Sigurjón að íbúðirnar verði seldar hjá Fasteignasölu Vestmannaeyja

Ásamt Sigurjóni er Daði Pálsson sem stendur að framkvæmdinni. Þeir fengu þá Kristján Óskarsson og Garðar Björgvinsson til að taka fyrstu skóflustunguna af húsunum. En þeir Kristján og Garðar fóru af stað á sínum tíma með hugmynd sína um að reisa fjölbýlishús á þessu svæði. Kristján sagði á tímamótunum í dag að hann væri gríðarlega ánægður með þetta framtak. Það væri gott að sjá þessa frábæru hugmynd verða loks að veruleika. 

Húsin sem þarna munu rísa verða öll hin glæsilegustu, með bílakjallara og lyftu. Teikningar og nánari upplýsingar um byggingarnar má sjá hér. (PDF).

 

20210429_170652

Það var glatt á hjalla hjá viðstöddum.

IMG_5580

Stjáni gefur Daða góð ráð.

IMG_5619

Daði bauð upp á kók og prins í tilefni dagsins.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.