Alfarið í eigu eyjakonu

- sama skrifstofa, sami löggilti fasteignasalinn, bara nýtt nafn

29.Apríl'21 | 17:44
vestm_gig

Dísu fannst orðið tímabært að stofna sína eigin fasteignasölu sem myndi að langmestu leyti einblína á Vestmannaeyjar og hafa þarfir þeirra sem þar búa í forgrunni. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Ný fasteignasala opnaði á dögunum í Vestmannaeyjum, fasteignasalan Eldey.

Arndís María Kjartansdóttir, eigandi sölunnar segir í samtali við Eyjar.net að ástæðan fyrir þessari ákvörðun sé að henni hafi fundist orðið tímabært að stofna sína eigin fasteignasölu sem myndi að langmestu leyti einblína á Vestmannaeyjar og hafa þarfir þeirra sem þar búa í forgrunni.

„Þó svo að ég hafi átt húsnæðið þar sem að Eldey er til húsa og séð um allan reksturinn á skrifstofunni hérna sjálf frá upphafi, frá því að að taka eignir á skrá, annast öll samskipti við viðskiptavini, bankastofnanir og aðra, ásamt því að sjá um alla samningagerð, kaupfundi og afsöl, þá vildi ég gera meira fyrir kúnnann. Ég útvega sem dæmi má nefna ljósmyndara sem myndar allar eignir mínum viðskiptavinum að kostnaðarlausu, sýni allar eignir, þá fylgi ég bæði kaupendum og seljendum í gegnum allt ferlið frá upphafi til enda og er til þjónustu reiðubúin og afar auðvelt að ná í mig.”

Dísa segir fasteignaviðskipti snúast um aleigu fólks og því ber að sinna samkvæmt því. „Eins vildi ég hafa meira um að það að segja hver framtíðarstefna fyrirtækisins er, sbr. að vera meira á Instagram þar sem unga fólkið er, virkja facebook betur og þá fannst mér lykilatriði að eignir sem eru til sölu í Eyjum myndu birtast á forsíðu heimasíðunnar, sem þær gera núna.” segir Dísa og bætir við að hún sé með sömu söluprósentu og aðrir fasteignasalar í Eyjum.

Fyrir áhugasama má benda á að heimasíða fasteignasölunnar heitir eldey.net og allt sem fer þar inn auglýsist um allt land, í gegnum mbl.isfasteignaleit.isvisir.is og á eldey.net ásamt því þá að vera á Instagram og facebook eins og á öllum öðrum fasteignasölum á landinu. 

Tags

Eldey

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is