Vestmannaeyjabær fær jafnlaunavottun

28.Apríl'21 | 16:17
jafnlaunavottun_vestm_b

Ljósmynd/Vestmannaeyjabær

Í dag afhenti Sigurður M Harðarson frá iCert vottunarstofu, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, skírteini til staðfestingar á vottun jafnlaunastjórnunarkerfis Vestmannaeyjabæjar.

Með skírteininu er staðfest að Jafnlaunastjónunarkerfi Vestmannaeyjabæjar sé í samræmi við jafnlaunastaðal IST 85 og hefur Jafnréttisstofu staðfest vottunina. Vestmannaeyjabær bætist þar með á lista þeirra 300 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa jafnlaunavottun á Íslandi.

Vestmannaeyjabær hefur undanförnum tveimur árum verið undirbúa og innleiða jafnlaunakerfi í rekstri bæjarins. Um er að ræða umfangsmikið verkefni sem hefur tekið tíma að móta og innleiða.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest árið 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kveðið er á um að jafnlaunavottun skuli byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með innleiðingu staðalsins kemur Vestmannaeyjabær sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Faggiltur vottunaraðili metur hvort öll skilyrði jafnlaunastaðalsins séu uppfyllt og veitir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun, á grundvelli þeirra skilyrða, jafnlaunavottun.

Afhending skírteinis um jafnlaunavottunina í dag eru sérlega ánægjuleg verðlaun fyrir þá miklu vinnu sem starfsfólk Vestmannaeyjabæjar hefur lagt af mörkum við að þróa og innleiða kerfið hjá Vestmannaeyjabæ, sem er hvort tveggja flókinn og fjölbreyttur vinnuveitandi með um 450 starfsmenn að jafnaði hjá um 20 stofnunum, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Á myndinni eru þau Sigurður M. Harðarson, einn eiganda iCert vottunarstofu, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Angantýr Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og Eydís Ósk Sigurðardóttir, mannauðsstjóri.

 

 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...