Georg Eiður Arnarson skrifar:

Að halla sannleikanum

25.Apríl'21 | 16:54
IMG_4973

Greinarhöfundur tekur dæmi af ritunni, sem reyndar enginn nýtir, en það eru ekkert svo mörg ár síðan að engin rita var í klettunum fyrir aftan Skýlið, en nú er allt gjörsamlega þakið þar af ritu. Ljósmynd/TMS

Það er svo sem ekkert nýtt að sannleikanum sé hallað, en í framhaldi af síðustu grein minni, þar sem ég varaði sérstaklega við stefnu núverandi umhverfisráðherra í friðunarmálum, þá rak ég augun í dag inni á Vísi viðtal við Jóhann Ólaf Hilmarsson, fuglafræðing og áhugaljósmyndara. 

Þar lýsir Jóhann þeirri skoðun sinni að friða eigi alla sjófuglastofna á Íslandi. Í sjálfu sér hef ég ekkert við þessa skoðun Jóhanns út á að setja, enda fullt af fólki sem deilir skoðunum hans og er í fullum rétti til þess.

Hins vegar fullyrðir Jóhann í þessu viðtali að sjófuglum fækki og fækki og að sumar tegundir séu jafnvel í frjálsu falli og það vegna hlýnunar og ætisskorts, og það sé þannig að stofnar eins og t.d. fýlnum hafi fækkað um 40% á undanförnum árum. 

Jóhann fellur þarna klárlega undir skilgreiningu mína á öfgasinnum, en tökum aðeins dæmi einmitt af fýlnum.

Í ár eru liðlega 40 ár siðan ég fór fyrst og týndi fýlsegg. Undanfarin ár fer ég alltaf á sömu staðina og týni egg og viti menn, alltaf get ég gengið á sömu staðina á hverju einasta ári án þess að verða var við nokkra fækkun og fyrir okkur, sem förum reglulgea með Herjólfi, þá sjáum við vel að fjöllin eru það yfirfull af fýl hér í Vestmannaeyjum, að fýllinn er farinn að leggja undir sig nýja hraunið, til móts við Klettsnefið.

Við getum líka tekið dæmi af ritunni, sem reyndar enginn nýtir, en það eru ekkert svo mörg ár síðan að engin rita var í klettunum fyrir aftan Skýlið, en nú er allt gjörsamlega þakið þar af ritu, að  maður tali nú ekki um lundann með þúsundir bæjarpysja á hverju ári, ár eftir ár. 

Það er því gríðarlega mikilvægt að fólk standi í lappirnar þegar aðilar, sem hafa klárlega hagsmuni af öllum verndunum, tjái sig með sama hætta og Jóhann gerir og eða eins og ég orða það, hallar sannleikanum.

Hvet fólk hér í Vestmannaeyjum eindregið til þess að labba bara meðfram Hánni og horfa þar á fýl í hverju einasta hreiðri, hér er engin fækkun og allt tal um slíkt er tómt þvaður.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).