Eitt tilboð barst í endurbyggingu á Ráðhúsinu

21.Apríl'21 | 13:17
radh_naer

Ráðhús Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Í gær voru opnuð tilboð í uppbyggingu innanhúss í Ráðhúsinu. Verkið fellst í að fullgera húsið að innan.

Fram kom í verklýsingu að búið sé að fjarlægja alla einangrun og múr af útveggjum og loftum ásamt innréttingum. Húsið verður einangrað að nýju og allar innréttingar og lagnir endurnýjaðar. Verkinu skal vera lokið 1. desember 2021.

Eitt tilboð barst. Steini og Olli ehf. buðu kr. 217.283.330. Kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 232.827.700.

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær fór framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar yfir stöðu verks og fram kom í máli hans að gluggaskiptum er lokið sem og rifi og hreinsun á miðhæð og í risi. Unnið er að lagfæringum utanhúss og fljótlega verður hafist handa við að brjóta upp gólf í kjallara. Hönnun er að mestu lokið og efnisval er í gangi.

Í afgreiðslu ráðsins þakkar ráðið tilboðsgjafa fyrir tilboðið og felur framkvæmdastjóra framgang málsins.

 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...