Tveir í sóttkví og sjö í skimunarsóttkví

20.Apríl'21 | 14:03
cov-19

Sem stendur er enginn í einangrun í Vestmannaeyjum.

Sem kunnugt er hefur smitum á landsvísu fjölgað umtalsvert síðustu daga. Sem stendur er enginn í einangrun í Vestmannaeyjum en tveir einstaklingar eru í sóttkví og sjö í skimunarsóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum. Segir jafnframt að afar mikilvægt sé að einstaklingar sem eru í sóttkví og skimunarsóttkví fylgi reglum þar að lútandi í einu og öllu. Nálgast má reglurnar hér.
 
Þá eru allir sem finna fyrir minnstu flensueinkennum hvattir til að fara rakleitt í skimun og halda sig til hlés þar til niðurstaða úr skimun liggur fyrir. Á HSU í Vestmannaeyjum, Sólhlíð 10, eru tekin sýni alla virka daga kl. 13:00-13:15. Best er að skrá sig í sýnatöku gegnum vefsíðu Heilsuveru.is, en einnig má hafa samband við heilsugæslu (432 2500). Mæting í skimun er við inngang á 1. hæð, aðkoma frá Helgafellsbraut.
 
Í undantekningartilfellum eru tekin sýni um helgar og frídaga, en það er metið í hverju tilviki fyrir sig. Í þeim tilfellum skal hafa samband við læknavaktina, 1700, sem vísar áfram á vaktlækni ef ástæða þykir til.
 
Aðgerðastjórn vill brýna alla íbúa í Vestmannaeyjum að gæta áfram vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, virða tveggja metra regluna, spritta hendur og nota andlitsgrímu. Þetta á einnig við um þá einstaklinga sem hafa fengið bólusetningu.

Tags

COVID-19

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...