Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Trausti Hjaltason skrifa:

Taprekstur í fyrsta skipti í 14 ár

- sveitarsjóður rekinn með 60 milljón króna tapi

16.Apríl'21 | 09:17
salthusiyfir

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Í fyrsta skipti í 14 ár eða frá síðustu stjórnartíð vinstri manna, er taprekstur á sveitarsjóði Vestmannaeyjabæjar nú staðreynd og slakasta heildarrekstrarniðurstaða Vestmannaeyjabæjar síðan 2006. Slíkt vekur eðlilega áhyggjur og vonbrigði undirritaðra.

Útsvarstekjur langt yfir áætlunum

Útsvarstekjur síðasta árs eru 230 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir heimsfaraldur. Samt sem áður mistekst núverandi vinstri meirihluta að halda jafnvægi á rekstri Vestmannaeyjabæjar og skilar sveitarsjóði 60 milljónum í mínus. Heildarniðurstaðan versnar um 630 milljónir milli ára sem er áhyggjuefni.

Varnaðarorð hundsuð

Á yfirstandandi kjörtímabili hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins margítrekað bókað á fundum bæjarstjórnar varnaðarorð vegna aukningu stöðugilda, fasteignakaupa, fjölgun bæjarfulltrúa eða annarrar óábyrgrar þenslu sem undirrituð hafa ekki getað samþykkt við aðstæður þar sem m.a. aflabrestur hefur verið yfirvofandi, mikil óvissa vegna heimsfaraldurs og yfirvofandi skerðingar fjárframlaga frá jöfnunarsjóði. Slík varnaðarorð hafa í nær alla staði verið hundsuð. Því ver og miður virðast áhyggjur undirritaðra vera að raungerast.

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Helga Kristín Kolbeins

Trausti Hjaltason

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.