Sundlaugin opnar aftur

16.Apríl'21 | 11:58
Vestmannaeyjar_3_sundl_utisv

Útisvæðið við sundlaugina er vinsælt.

Sundlaugin opnaði aftur í gær í kjölfar afléttinga á sóttvarnareglum. Brosið á andlitum sundlaugagesta var ósvikið og gaman að sjá fastagesti nánast valhoppa í heitu pottana. Sumir komu meira að segja tvisvar í sund svo mikil var ánægjan.

Það styttist óðum í sumarið og er það mín von að við getum átt svipað sumar og í fyrra sem einkenndist af miklu lífi í lauginni og bænum öllum, segir -Grétar Þór Eyþórsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar í pistli á vef Vestmannaeyjabæjar.

Verið er að vinna hörðum höndum við að laga trampólín rennibrautina og erum við að bíða eftir gormum sem í venjulegu árferði væru komnir. Enn á meðan er lendingarlaugin 15 gráður og eru margir sem fagna því enda sífellt fleirri sem stunda köldu böðin.

Opnunartími sundlaugarinnar:

Virka daga: 06.15-21.00

Helgar: 09.00-18.00

  • Sumardagurinn fyrsti 22. apríl 09.00-16.00
  • Uppstigningardagur 13. maí 09.00-16.00
  • Námskeið hjá starfsfólki 20. maí LOKAÐ
  • Hvítasunnudagur 23. Maí 09.00-16.00
  • Annar í hvítasunnu 24. Maí 09.00-16.00

 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...