Bæjarstjórn setur jarðgöng aftur á dagskrá

- vilja rannsóknir og hagkvæmnismat á því hvort göng séu raunhæfur kostur

16.Apríl'21 | 16:11
jardgong_faereyjar

Bæjarstjórn skorar á samgönguráðherra og aðra þingmenn kjördæmisins að greiða leið þess að ráðist verði í viðeigandi rannsóknir og hagkvæmnismat á því hvort göng á milli lands og Eyja séu raunhæfur kostur.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur mikilvægt að horfa til framtíðar í samgöngumálum við Vestmannaeyjar og allir mögulegir kostir kannaðir. Ljúka þarf að fullu úttekt á Landeyjahöfn og fullkanna möguleikann á göngum milli lands og Eyja.

Svona hófst afgreiðslutillaga bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi.

Á fundinum fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir stöðu og framtíðarsýn samgangna við Vestmannaeyjar, m.a. stöðu samgangna á sjó, áskoranir og tækifæri, Landeyjahöfn, stöðu flugsamgangna og áskoranir og tækifæri er tengjast fluginu, þróun farþegaflutninga milli lands og Eyja, göng, og almenna framtíðarsýn í samgöngum Vestmannaeyja.

Í kjölfarið var áðurnefnd afgreiðslutillaga samþykkt, með þeim lokaorðum að bæjarstjórn skori á samgönguráðherra og aðra þingmenn kjördæmisins að greiða leið þess að ráðist verði í viðeigandi rannsóknir og hagkvæmnismat á því hvort göng sé raunhæfur kostur. Tækniþróun og þekking hefur aukist frá því opinber umræða um göng milli lands og Eyja átti sér stað árið 2007, þegar þau voru slegin út af borðinu. Því er mikilvægt að fá úr því skorið hvort rannsóknir nú leiði af sér aðra niðurstöðu.

Hér að neðan má sjá upptöku frá fundi bæjarstjórnar.
 

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.