244.000 bóluefnaskammtar frá Pfizer í maí, júní og júlí

16.Apríl'21 | 13:57
Boluefn

Ljósmynd/Stjórnarráðið

Afhending bóluefna gegn COVID-19 frá bóluefnaframleiðandanum Pfizer eykst jafnt og þétt. 

Von er á samtals 244.000 bóluefnaskömmtum Pfizer til Íslands í maí, júní og júlí. Í dag fékkst staðfest að tvöfalt fleiri bóluefnaskammtar verða afhentir í júlí en áður var vænst.

Í maí berast 70.200 bóluefnaskammtar frá Pfizer, í júní 82.000 skammtar og í dag fékkst staðfest að í júlí má gera ráð fyrir 92.000 skömmtum frá framleiðandanum.

Eins og fram kom í frétt á vef Lyfjastofnunar 26. mars síðastliðnum hefur Lyfjastofnun Evrópu unnið að því að efla framleiðslugetu markaðsleyfishafa bóluefna gegn COVID-19 og hraða afhendingu þeirra. Liður í því var meðal annars að veita samþykki fyrir nýjum framleiðslustöðum bóluefnanna í Evrópu. Ætla má að þessar aðgerðir séu farnar að skila árangri, því afhending bóluefna frá Pfizer eykst nú jafnt og þétt.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Hér má sjá mynd sem sýnir staðfestar afhendingaráætlanir bóluefna og hefur hún verið uppfærð samkvæmt staðfestum upplýsingum um afhendingu Pfizer, nema hvað ekki liggur fyrir hvernig vikulegri afhendingu bóluefnanna í júlímánuði verður háttað.

Bóluefnadagatal heilbrigðisráðuneytisins og sóttvarnalæknis verður uppfært eftir helgina, segir í tilkynningunni.

 

Tags

COVID-19

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.