Hátt í 500 manns verða bólusettir í dag

14.Apríl'21 | 10:15
bolusetningithrottahus

Bólusett verður í Íþróttamiðstöðinni í dag. Ljósmynd/aðsend

Í dag verður stærsta bólusetningin hjá HSU í Vestmannaeyjum til þessa. Hátt í 500 manns verða bólusettir og kemur Vestmannaeyjabær til aðstoðar við undirbúning. 

Þetta segir í tilkynningu frá HSU í Eyjum. Fer bólusetningin fram í gamla íþróttasalnum í Íþróttamiðstöðinni. Þar mun heilbrigðisstarfsfólk eiga auðveldara með að forðast of þétta hópa og halda fjarlægðartakmörk auk þess sem fólk þarf að hinkra í nokkrar mínútur áður en það fer heim eftir sprautuna.

Bólusett verður með AZ og Pfizer samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis. Ekki er mögulegt að óska eftir ákveðinni tegund, segir í tilkynningunni.

Áætlað er að ljúka við að bólusetja aldurshópana 70+, og fólk í öðrum forgangshópum eins og slökkvilið og heilbrigðisstarfsfólk. Einnig hefst bólusetning í hópnum 65 ára og eldri með undirliggjandi sjúkdóma.

Þá segir í tilkynningunni að fólk fái boðun í bólusetningu og einhverjir gætu fengið boð þegar líður á daginn.

Tags

COVID-19 HSU

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.