Flotinn heldur til kolmunnaveiða

14.Apríl'21 | 14:37
isleifur_v

Ísleifur VE er á miðunum og fékk rúm 300 tonn í gær. Ljósmynd/TMS

Uppsjávarskipin halda nú af stað eitt af öðru til kolmunnaveiða. Skip Vinnslustöðvarinnar eru þegar farin af stað og það styttist í að skip Ísfélagsins haldi einnig til veiða.

Að sögn Sindra Viðarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar fór Ísleifur VE af stað síðastliðið föstudagskvöld frá Eyjum.

„Þeir voru komnir á miðin á sunnudagsmorgni en köstuðu ekki fyrr en í gærmorgun (þriðjudag). Vegna þess að það var lítið að sjá. Þeir hífðu svo einhver rúm 300 tonn í gærkveldi eftir 12-14 tíma tog sem er ágætt. Það var svo eitthvað kropp í morgun þegar ég heyrði í þeim.” segir hann.

Sindri segir að siglingin á miðin sé um 35-40 tímar. „Kap er rétt að koma á miðin í þessum töluðu orðum. Huginn fer svo af stað á morgun, fimmtudag.” Aðspurður um hversu margar veiðiferðir séu fyrirhugaðar á hvert skip segir Sindri að verið sé að reikna með 2-3 túrum á skip.

Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja segir að planið sé að senda skip Ísfélagsins af stað um næstu helgi.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.