Hásteinsvöllur skákar heimavöllum Manchester United og Real Madrid

13.Apríl'21 | 22:07
stuka_hasteinsv_1020

Umhverfið í kringum Hásteinsvöll hefur lengi heillað marga. Ljósmynd/TMS

Vefmiðillinn 90min.com, tók saman lista af fallegustu knattspyrnuvöllum heims. Hásteinsvöllur, heimavöllur ÍBV er eini knattspyrnuvöllurinn á Íslandi sem kemst á listann.

Vefmiðillinn setur Hásteinsvöll í 14. sæti og skákar völlurinn meðal annars heimavöllum Manchester United og Real Madrid.

„Ísland er eitt fallegasta land í heimi, svo það er eðlilegt að fótboltavöllur þess sé líka fallegur. Hásteinsvöllur er staðsettur á eyjunni Heimaey og þó það skorti sæti við völlinn er það bætt upp með umhverfinu.” segir í umsögn miðilsins.

Einu sæti fyrir ofan Hásteinsvöll á listanum er þjóðarleikvangur Englendinga, Wembley í Lundúnum. Í fyrsta sætinu er ítalski völlurinn San Siro í Mílanó. Umfjöllun 90min.com um fallegustu knattspyrnuvelli í heiminum má lesa hér.

 

Byggt á frétt DV.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...