Forvali Vinstri grænna lýkur í dag

12.Apríl'21 | 09:20
Samsett_suður_VG

Frambjóendurnir átta. Ljósmynd/samsett

Um 50% félaga á kjörskrá Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í Suðurkjördæmi höfðu kosið í prófkjöri flokksins í hádeginu í gær, þegar kosningin var hálfnuð. Forvalinu lýkur klukkan 17.00 í dag. 

Frá þessu er greint á vefsíðu Vg, þar sem kosningin fer fram - rafrænt. Stefnt er að því að tilkynnina niðurstöður úr forvalinu í kvöld. Fimm frambjóðendur takast á um fyrsta sæti á lista í kjördæminu.

Það eru þau: Alm­ar Sig­urðsson ferðaþjón­ustu­bóndi, Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir, bóndi og sveit­ar­stjórn­ar­maður, Hólm­fríður Árna­dótt­ir, mennt­un­ar­fræðing­ur og skóla­stjóri, Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé alþing­ismaður og Ró­bert Mars­hall leiðsögumaður.

Að auki bjóða Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna sig fram í 2. - 3. sæti, Helga Tryggvadóttir náms- og starfsráðgjafi í 2. - 5.  sæti og Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur í 3. - 5. sæti.  

Úrslit forvalsins eru bindandi, að öðru leyti en því, að tryggja skal að ekki halli á konur á listanum. Þá skal tryggt að ekki séu færri en tvö af hvoru kyni í fimm efstu sætum listans. Kjörstjórn Suðurkjördæmis stillir svo upp 20 manna framboðslista að teknu tilliti til aldursdreifingar, kyns, búsetu, uppruna, starfs osfrv. þannig að listinn endurspegli samfélagið sem best.  Framboðslisti VG í Suðurkjördæmi verður lagður fram til samþykktar á kjördæmisþingi í maí.

Tags

X2021 VG

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...