Dælubúnaður ónotaður í geymslu
10.Apríl'21 | 10:27Búnaður sem keyptur var á árinu 2019 til að dæla sandi af botni hafnarmynnis Landeyjahafnar liggur ónotaður í geymslu hjá Vegagerðinni. Óvíst er hvort hann verður nokkurn tímann settur upp.
Ráðist var í miklar framkvæmdir á árinu 2019 við að lagfæra Landeyjahöfn. Kostnaður við verklegar framkvæmdir var um milljarður þá um sumarið. Fólst hann í því að stækka innri höfnina og skýla henni fyrir öldu, til að draga úr ókyrrð við ferjubryggjuna. Frá þessu er greint á fréttavef Morgunblaðsins.
Þessu tengt: Botndælubúnaður enn til athugunar hjá Vegagerðinni
Fram kemur í umfjölluninni að þá hafi verið undirbúið að koma upp búnaði við hafnarkjaftinn til þess að geta dælt sandi úr hafnarmynninu. Í því skyni var lagður vegur út eystri hafnargarðinn, og var það mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Tilgangurinn var að skapa aðstöðu til að aka krana með dælubúnaðinn út á hafnarhausinn og til baka. Þar átti að reka niður tunnulaga stálþil og steypa þekju ofan á sem aðstöðu fyrir tækin. Vegurinn nýtist einnig sem neyðarvegur ef slys verða í hafnarmynninu.
Dælurnar og tilheyrandi lagnir voru keyptar. Þegar byrjað var á framkvæmdum við tunnurnar gerðu skipstjórar Herjólfs athugasemdir. Töldu þeir að þrenging hafnarmynnisins myndi gera það hættulegra að sigla inn í höfnina, að því er segir í frétt mbl.is.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.
Tags
LandeyjahöfnMá bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.