Starfslaun bæjarlistamanns

5.Apríl'21 | 12:15
20210307_164017

Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjabær hefur nú auglýst eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann Vestmannaeyja fyrir árið 2021.

Fram kemur í auglýsingunni að starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja megi veita einstaklingi, hópi listamanna eða félagasamtökum. Bæjarlistamaðurinn skuldbindur sig til að skila af sér menningarstarfi í formi listsköpunar, sem unnin er á starfsárinu.

Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2021. Bæjarráð velur úr framkomnum umsóknum og tillögum og úthlutar 1. maí.

Umsóknum skal skila á neðangreint netfang eða á bæjarskrifstofur Vestmannaeyja við Bárustíg, og skulu þær vera í samræmi við reglur um starfslaun bæjarlistamanns.

Nánari upplýsingar veitir Matthildur Halldórsdóttir með tölvupósti (matthildur@vestmannaeyjar.is) eða í síma 488-2000.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...